Hoppa yfir valmynd
2. mars 2021 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Varnarlína milli viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi lögfest

Alþingi samþykkti í dag frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um varnarlínu milli viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi. Lögunum er ætlað að hrinda í framkvæmd einni af megintillögum hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Með þeim verður sett hámark á stöðutöku kerfislega mikilvægra viðskiptabanka og sparisjóða í fjármálagerningum og hrávörum. Þeim er jafnframt ætlað að takmarka áhættu innstæðueigenda og ríkisins af fjárfestingarbankastarfsemi viðskiptabanka og sparisjóða.

Lögin um varnarlínuna eru meðal fjölmargra breytinga sem samþykktar hafa verið á undanförnum árum sem ætlað er að bæta regluverk á fjármálamörkuðum. Þannig hefur kröfum um magn og gæði eigin fjár verið gerbreytt, bönkum verið gert óheimilt að lána með veði í eigin bréfum, ríkari kröfur gerðar til hæfni stjórnenda banka og fjármálaeftirlit verið stóreflt svo nokkur dæmi séu tekin.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira