Hoppa yfir valmynd
4. mars 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Heilbrigðisstofnun Suðurlands falinn rekstur Hraunbúða í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjar - myndMynd: Heilbrigðisráðuneyti

Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) tekur við rekstri hjúkrunarheimilisins Hraunbúða í Vestmannaeyjum  1. apríl næstkomandi, í kjölfar uppsagnar bæjarfélagsins á rekstrarsamningi við Sjúkratryggingar Íslands. Forstjóri HSU telur þetta falla vel að rekstri stofnunarinnar en þar er þegar fyrir þekking og reynsla af rekstri hjúkrunarheimila. Á Hraunbúðum eru hjúkrunarrými fyrir 31 íbúa en HSU rekur fyrir hjúkrunarrými fyrir 9 íbúa í Vestmannaeyjum og 42 hjúkrunarrými á Selfossi.

„Ég tel þetta spennandi tækifæri og sé töluverð samlegðaráhrif í núverandi rekstri stofnunarinnar. Vegferð okkar hjá HSU mun snúa að því að tryggja áframhaldandi góða þjónustu við íbúa Hraunbúða sem og velferð aldraðra í Vestmannaeyjum. Ég mun á komandi dögum kynna mér reksturinn og funda fljótlega með starfsfólki Hraunbúða“ segir Díana Óskarsdóttir forstjóri HSU.

Vestmannaeyjabær sagði upp rekstrarsamningi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarheimilisins þann 26. júní síðastliðinn og lýkur samningstímanum um næstu mánaðamót. Sjúkratryggingar Íslands auglýstu eftir aðilum sem áhuga hefðu á að taka við rekstri heimilisins en engin viðbrögð bárust við þeirri auglýsingu.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira