Hoppa yfir valmynd
5. mars 2021 Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Reglugerð um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna til kynningar í samráðsgátt ​

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur sett til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda drög að reglugerð um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna. Reglugerðin tekur við af reglugerð um meðferð varnarefna, sem innleiðir tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins um aðgerðarramma Evrópusambandsins til að ná fram sjálfbærri notkun varnarefna.

Um er að ræða samræmi við breytingar á efnalögum sem felur í sér breytta hugtakanotkun og aukinn skýrleika einstakra ákvæða, auk þess sem breytinga er þörf í kjölfar reynslu af framkvæmd eldri reglugerðar.

Meðal breytinga á efnalögum má nefna að hugtakið varnarefni var áður skilgreint í efnalögum sem samheiti fyrir plöntuverndarvörur og sæfivörur. Fallið hefur verið frá þessari nálgun og þess í stað er notast við hugtökin plöntuverndarvörur, sæfivörur eða útrýmingarefni hennar. Sæfivörur er samheiti yfir vörur sem notaðar eru í því skyni að vernda fólk, dýr, vatn, yfirborð, efni og vörur fyrir skaðvöldum, t.d. meindýrum, bakteríum, sveppum eða öðrum óæskilegum lífverum.

Einnig er gert ráð fyrir þeirri breytingu í reglugerðinni að gildistími notendaleyfa verði átta ár, með heimild til framlengingar í allt að tvö ár, hafi umsækjandi ekki komist á námskeið vegna endurnýjunar á leyfinu.

Umsögnum um drögin að reglugerðinni skal skilað í samráðsgátt stjórnvalda og er frestur til þess til 19. mars næstkomandi.

Reglugerð um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira