Hoppa yfir valmynd
12. mars 2021 Matvælaráðuneytið

970 milljónir til sauðfjár- og nautgripabænda til að mæta áhrifum COVID-19

Kristján Þór Júlíusson,sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lokið við útfærslu á ráðstöfun fjármuna til sauðfjár- og nautgripabænda til að mæta áhrifum COVID-19 á íslenskan landbúnað. Aðgerðin er liður í aðgerðaáætlun  í 12 liðum til að styrkja stoðir íslensks landbúnaðar m.a. í ljósi þeirra beinu og óbeinu áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn hefur haft á greinina. Áætlunin var kynnt í ríkisstjórn 12. febrúar sl. og á opnum fundi þann 17. febrúar. 

Meðal aðgerða var aukinn stuðningur við bændur. Við afgreiðslu fjárlaga 2021 var  samþykkt að verja 970 milljónum króna til að koma til móts við skaðleg áhrif COVID-19 á íslenska bændur. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar við afgreiðslu málsins var miðað við að 75% fjármagnsins rynnu til sauðfjárbænda og 25% til kúabænda. 

Nú liggur fyrir útfærsla á dreifingu þessara fjármuna sem unnin var í samráði við Bændasamtök Íslands, Landssamtök sauðfjárbænda og Landssamband kúabænda.

Fjármunum til sauðfjárbænda, alls 727 m.kr., verður ráðstafað með eftirfarandi hætti:

Viðbótargreiðsla á gæðastýringarálag kindakjöts 2020 – 562 m. Kr. 

Greitt í mars 2021.  Þetta þýðir að greiðslan til bænda hækkar um þriðjung frá því sem áður hefur verið greitt vegna ársins 2020 

Viðbótargreiðsla á ullarframleiðslu 2020 – 65 m. kr. 

Bætist við greiðslu vegna ullarnýtingar þegar uppgjör fer fram um mitt ár 2021. 

Til framkvæmdar á sérstakri aðgerðaáætlun í sauðfjárrækt (sbr. 11. tölulið í áætlun ráðherra)  

Þessi áætlun verður unnin í samstarfi við sauðfjárbændur í mars 2021.  Greiðslur fara eftir framkvæmd og eðli verkefna. 

Fjármunum til nautgripabænda, alls 243 m.kr., verður ráðstafað með eftirfarandi hætti: 

Viðbótargreiðsla á alla ungnautagripi 2020 – 243 m. kr. 
Greitt í mars 2021.  Greiðslan dreifist á alla UN gripi sem komu til slátrunar á árinu 2020.  Það eru alls tæplega 11.000 gripir og aukagreiðslan er tæpar 22.400 kr. á hvern. 

Hér má finna aðgerðaráætlun ráðherra.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum