Hoppa yfir valmynd
12. mars 2021 Forsætisráðuneytið

Mælikvarðar um hagsæld og lífsgæði birtir á nýjum vef

Hagstofa Íslands hefur opnað nýjan vef: Velsældarvísar: Miðlun mælikvarða um hagsæld og lífsgæði á Íslandi sem er ætlað að gefa heildarmynd af hagsæld og lífsgæðum landsmanna yfir tíma. Á vefsíðunni má finna upplýsingar um 39 velsældarmælikvarða auk velsældarkvarða Embættis landlæknis sem mælir andlega líðan fólks.

Ríkisstjórnin samþykkti notkun velsældarmælikvarðanna í apríl 2020 og var Hagstofunni falið að halda utan um verkefnið. Á alþjóðavísu er víða unnið að þróun slíkra mælikvarða sem skref í átt að sameiginlegum skilningi á því hvaða þættir gera líf fólks betra. Verkefnið um velsældarvísa byggir á vinnu nefndar forsætisráðuneytisins sem stofnuð var í þeim tilgangi að koma með tillögur að mælikvörðum um hagsæld og lífsgæði.

Ríkisstjórnin lagði sex velsældaráherslur til grundvallar við gerð síðustu fjármálaáætlunar og fjárlaga. Saman endurspegla áherslurnar stefnu ríkisstjórnarinnar og horfa til framtíðar á mikilvægum sviðum. Velsældaráherslurnar sex sem ríkisstjórnin hefur sett í forgrunn varða andlegt heilbrigði, öryggi í húsnæðismálum, virkni í námi og starfi, kolefnishlutlausa framtíð, grósku í nýsköpun og betri samskipti við almenning.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira