Hoppa yfir valmynd
19. mars 2021 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Varðandi álit reikningsskila- og upplýsinganefndar

Í október 2020 gaf reikningsskila- og upplýsinganefnd sveitarfélaga út álit nr. 1/2020. Í álitinu var leitast við að svara erindi sem beint var til nefndarinnar um reikningsskil samstæðu Reykjavíkurborgar og reikningsskil Félagsbústaða hf.

Í kjölfar þessa álits hafa nefndinni borist ábendingar um að þrátt fyrir að þetta álit hafi komið fram sé enn óskýrt hvort sveitarfélögum sé heimilt að beita samanteknum reikningsskilum í stað hefðbundinna samstæðureikningsskila, sbr. 2. gr. núgildandi reglugerðar 1212/2015, um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.

Nefndinni er kunnugt um að innbyrðis ósamræmi er í löggjöf og reglum er lúta að reikningsskilum sveitarfélaga. Ýmist er vísað til samstæðureikningsskila eða samantekinna reikningsskila og því má segja að ekki liggi fyrir með afdráttarlausum hætti hvort sveitarfélög eigi að setja fram reikningsskil sín fyrir A-hluta og B-hluta miðað við reglur samstæðureikningsskila eða samantekinna reikningsskila. Nefndin hefur komið að endurskoðun fjármálahluta sveitarstjórnarlaga með það að markmiði að samræma ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerðar nr. 1212/2015. Þar hefur nefndin einnig horft til reikningsskila sveitarfélaga í Skandinavíu og ljóst er að framhald verður á þeirri vinnu.

Þar sem yfirferð er ekki lokið varðandi tillögugerð til samræmingar á hugtakanotkun í lögum og reglugerðum varðandi samantekin reikningsskil sveitarfélaga annars vegar og samstæðureikningsskil hins vegar, lítur nefndin svo á að sveitarfélög geti beitt sambærilegum reikningsskila- og matsaðferðum og undanfarin ár þar til veittar verða leiðbeiningar um annað.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira