Hoppa yfir valmynd
23. mars 2021 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Sigurborg stýrir verkefni um endurskoðun reglna og stjórnsýslu um dýrasjúkdóma

Sigurborg Daðadóttir - mynd

Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, hefur verið ráðin tímabundið til starfa í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hún mun taka að sér endurskoðun á regluverki og stjórnsýslu um dýrasjúkdóma. 

Endurskoðunin er hluti af aðgerðaráætlun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til eflingar íslensks landbúnaðar sem kynnt var í síðasta mánuði (n.t.t. aðgerð númer 10).

Sigurborgu er falið að gera tillögu að stefnu og aðgerðum til að útrýma riðuveiki á Íslandi. Auk þess verður bótafyrirkomulag vegna niðurskurðar tekið til endurskoðunar. Þá verður tryggingavernd bænda vegna óvæntra áfalla í búskap greind, fyrirkomulag slíkrar tryggingaverndar í nágrannalöndum kannað og gerðar tillögur að úrbótum. Samhliða þessari vinnu verður löggjöf er varðar eftirlit, varnir og viðbrögð við dýrasjúkdómum tekin til skoðunar.

Sigurborg Daðadóttir var skipuð yfirdýralæknir árið 2013, en yfirdýralæknir er forstöðumaður dýraheilbrigðis- og dýravelferðarsviðs Matvælastofnunar en hún  var áður gæðastjóri og forstjóri áhættumats- og gæðastjórnunarsviðs hjá MAST.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira