Hoppa yfir valmynd
23. mars 2021 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Tvö umfangsmikil frumvörp um viðskipti með fjármálagerninga

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram á Alþingi tvö umfangsmikil lagafrumvörp sem varða viðskipti með fjármálagerninga. Þetta eru frumvarp um aðgerðir gegn markaðssvikum og frumvarp um markaði fyrir fjármálagerninga.

Um er að ræða tillögur að lagabreytingum sem eiga að rót að rekja til viðbragða við þeim ágöllum sem fjármálahrunið varpaði ljósi á. Breytingunum er jafnframt ætlað að bregðast við þeirri þróun og tækninýjungum sem orðið hafa á verðbréfamarkaði að undanförnu m.a. með tilkomu nýrrar tegundar markaðstorga og hátíðniviðskipta.

Lagt er til að frumvörpin verði að lögum í vor.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum