Hoppa yfir valmynd
24. mars 2021 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

10-12 þúsund bílferðir sparast árlega með stafrænum skilavottorðum ökutækja

Undanfarið hefur fjöldi stafrænna umsókna og ferla bæst við vefinn Ísland.is, upplýsinga- og þjónustuveitu opinberra aðila á Íslandi. Nýlega urðu skilavottorð vegna úr sér genginna ökutækja stafræn sem felur í sér mikinn sparnað á tíma almennings, fyrirtækja og stofnana. Ætla má að breytingarnar spari um 10-12 þúsund bílferðir á ári sem áður þurfti til að ljúka undirritun pappíra.

Áður þurftu eigendur ökutækis að fara milli staða með pappír og stofnanir að senda gögn með tölvupóstum. Nú er þetta gert með einni heimsókn og ferlið allt sjálfvirkt eftir það, en það virkar í meginatriðum með eftirfarandi hætti:

  1. Eigandi skilar ökutæki til móttökustöðvar.
  2. Móttökustöð staðfestir móttöku ökutækis.
  3.  Ökutæki er afskráð sjálfkrafa í ökutækjaskrá Samgöngustofu
  4. Fjársýsla ríkisins endurgreiðir skilagjaldið til eiganda

Nánari upplýsingar um skilavottorð eru á vef Ísland.is

Fimm verkefni tilnefnd til íslensku vefverðlaunanna

Stafrænt Ísland, eining innan fjármála- og efnahagsráðuneytisins, vinnur að því að einfalda og bæta stafræna opinbera þjónustu við almenning, fyrirtæki og stofnanir og kom að gerð skilavottorðanna ásamt Fjársýslu ríkisins, Samgöngustofu og Úrvinnslusjóði.

Sem dæmi um önnur nýleg verkefni Stafræns Íslands eru rafrænar aflýsingar og stafræn ökuskírteini. Unnið er að fjölda nýrra verkefna hverju sinni og nýlega var Ísland.is tilnefnt sem UT-Stafræna þjónusta 2020. Þá fékk stafræna ökuskírteinið sömuleiðis tilnefningu í þeim flokki. Þá eru 5 af verkefnum Stafræns Íslands tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna sem verða veitt nk. föstudag.

Verkefnin eru:

  • Opinber vefur - Ísland.is
  • Stafræn lausn - Stafræn ökuskírteini &
  • Stafræn lausn - Stuðningslán
  • Tæknilausn - Ísland.is - þróunarumhverfi, þróunarferli og hönnunarkerfi
  • Vefkerfi - Réttarvörslugátt

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira