Hoppa yfir valmynd
26. mars 2021 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Auglýst eftir skrifstofustjóra á skrifstofu stafrænna samskipta

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur auglýst til umsóknar stöðu skristofustjóra á skrifstofu stafrænna samskipta hjá ráðuneytinu. Leitað er að stjórnanda sem hefur brennandi áhuga, þekkingu og/eða reynslu af stafrænni þróun. Skipað verður í embætti skrifstofustjóra til fimm ára frá og með 1. júní nk.

Hlutverk skrifstofunnar er að leiða og styðja við stafræna þróun í samfélaginu m.a. með mótun og eftirfylgni stefnu á sviði fjarskipta- og upplýsingatækni þar með töldum netöryggismálum. Þá krefjast verkefni skrifstofunnar töluverðra alþjóðasamskipta.

Umsóknarfrestur er til og með föstudeginum 9. apríl nk. Sækja skal um starfið á Starfatorgi Stjórnarráðsins.

  • Skrifstofustjóri skrifstofu stafrænna samskipta

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira