Hoppa yfir valmynd
31. mars 2021 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Endurskoðaðar áætlanir um úthlutanir Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga árið 2021

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um endurskoðaðar áætlanir um úthlutanir framlaga til sveitarfélaga á árinu 2021. Að tillögu nefndarinnar nemur áætluð heildarúthlutun útgjaldajöfnunarframlaga í ár 9.775 m.kr. og áætluð heildarúthlutun almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla í ár 9.780 m.kr.

Útgjaldajöfnunarframlög

Farið hefur fram endurskoðun á áætlaðri úthlutun útgjaldajöfnunarframlaga fyrir árið 2021, skv. 14. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga nr. 1088/2018. Við endurskoðunina var tekið mið af leiðréttum hámarkstekjum á íbúa í hverju sveitarfélagi og íbúafjölda í sveitarfélögum 1. janúar 2021.

Að tillögu ráðgjafarnefndar nemur áætluð heildarúthlutun útgjaldajöfnunarframlaga í ár 9.775 m.kr. Þar af nema framlög vegna skólaaksturs úr dreifbýli 575 m.kr. Í desember koma til úthlutunar og greiðslu viðbótarframlög að fjárhæð allt að 175 m.kr. vegna íþyngjandi kostnaðar sveitarfélaga af skólaakstri úr dreifbýli á árinu 2021 umfram tekjur. Jafnframt er áætlað að 50 m.kr. verði úthlutað á árinu 2021 vegna akstursþjónustu fyrir fatlað fólk úr dreifbýli. Uppgjör framlaganna fer fram í desember.

Almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla

Endurskoðun á áætlaðri úthlutun almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla fyrir árið 2021 hefur farið fram, skv. 3. gr. reglugerðar um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla nr. 351/2002. Við endurskoðunina var tekið mið af endanlegum útsvarsstofni sveitarfélaga vegna tekna ársins 2018 og áætlun um útsvarstekjur sveitarfélaga á árinu 2020. Jafnframt var áætlunin uppfærð hvað varðar fjölda íbúa á grunnskólaaldri í hverju sveitarfélagi 1. janúar 2021.

Að tillögu ráðgjafarnefndar nemur áætluð heildarúthlutun almennra jöfnunarframlaga til reksturs grunnskóla í ár 9.720 m.kr. Þar af eru leiðréttingar á framlögum ársins 2019 að fjárhæð 60 m.kr. Áætlaðar heildargreiðslur framlaganna nema því 9.780 m.kr. á árinu 2021.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira