Hoppa yfir valmynd
7. apríl 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Áhrif COVID-19 á norrænan vinnumarkað – Samanburður á viðbrögðum og áhrifum í löndunum.

Um mitt ár 2020 ákvað norræna ráðherranefndin um vinnumál að láta gera úttekt á áhrifum COVID-19 heimsfaraldurs á vinnumarkaðina á Norðurlöndunum og bera saman viðbrögð norrænu ríkisstjórnanna til þess að takmarka neikvæðar afleiðingar heimsfaraldurs á vinnumarkaðina í löndunum. Sérstök áhersla var lögð á að gerður yrði samanburður á áhrifum COVID-19 á stöðu atvinnugreina og ólíkra hópa á vinnumarkaði sem urðu fyrir mestum áhrifum af þeim takmörkunum sem grípa þurfti til í samfélögunum.

Teknologisk Institut í Danmörku gerði úttektina í samstarfi við rannsakendur og tengiliði í norrænu löndunum og gaf út skýrslu í janúar 2021.

Félagsvísindasvið Háskóla Íslands (tengiliður Íslands í verkefninu) gerði íslenska samantekt í upphafi marsmánaðar 2021 á helstu niðurstöðum skýrslunnar með áherslu á Ísland.

Samantektin sýnir í stuttu máli að áhrifin á vinnumarkaðina hafa verið mikil í öllum löndum, en þó með ólíkum hætti. Viðbrögð norrænu ríkisstjórnanna voru að mörgu leyti sambærileg. Megin áherslan var á að viðhalda ráðningarsambandi og koma til móts við fyrirtæki og starfsmenn með mismunandi aðgerðum til þess að forðast gjaldþrot, atvinnuleysi og frekari áskoranir sem gætu  haft  veruleg áhrif til langframa.

Samantektin er sögulegt gagn sem sýnir á einfaldan hátt hvernig löndin brugðust við og mun verða grunnur að frekari rannsókn norrænu ráðherranefndarinnar um vinnumál næstu misserin.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum