Hoppa yfir valmynd
14. apríl 2021 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

236 umsóknir um Lóu nýsköpunarstyrki

Nýverið lauk umsóknarfresti um Lóu-nýsköpunarstyrki og bárust alls 236 umsóknir. Þessi mikli fjöldi umsókna er lýsandi fyrir fjölbreytt og öflugt nýsköpunarstarf  um allt land en markmiðið með styrkjunum er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæðanna sjálfra.

Heildarfjárhæð styrkja  er 100 milljónir króna, en hámarksstyrkur til hvers verkefnis er 20 milljónir. 

Nú er unnið að því að yfirfara og meta umsóknirnar og verður tilkynnt um það hverjir hljóta styrki úr þessari fyrstu úthlutun á Lóu-nýsköpunarstyrkjum í lok maí.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum