Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2021 Dómsmálaráðuneytið

Frumvarp um skipta búsetu barna samþykkt á Alþingi

Alþingi hefur samþykkt frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á barnalögum sem kveða á um skipta búsetu barna.

Með samþykkt frumvarpsins er lögfest ákvæði um heimild foreldra sem ekki búa saman en fara sameiginlega með forsjá barns til að semja um skipta búsetu barns við tilteknar aðstæður. Lögin bera með sér að forsenda þess að foreldrar semji um sameiginlega forsjá verði sú að foreldrar geti unnið saman á fullnægjandi hátt og haft samráð um málefni barns. Þá er í lögunum að finna það nýmæli að barn geti haft frumkvæði að því að sýslumaður boði foreldra til samtals til að ræða fyrirkomulag forsjár, lögheimilis, búsetu og umgengni. Að auki eru í lögunum ákvæði um framfærslu og meðlag með áherslu á aukið samningsfrelsi foreldra.

Nánar má fræðast um feril frumvarpsins og nefndarálit á vef Alþingis.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira