Hoppa yfir valmynd
15. apríl 2021 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Kristján Þór opnaði Mælaborð fiskeldis

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra - myndGolli

Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, opnaði í dag Mælaborð fiskeldis. Í mælaborðinu eru birtar m.a. framleiðslutölur, fjöldi fiska, fjöldi laxalúsa og rekstrarleyfi eldisfyrirtækja, ásamt staðsetningu eldissvæða og niðurstöðum eftirlits stofnunarinnar. Markmið birtingar er að auka gagnsæi í starfsemi atvinnugreinarinnar og veita almenningi og hagsmunaaðilum hagnýtar upplýsingar um starfsemina.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:

„Með Mælaborði fiskeldis eru allar helstu upplýsingar um stöðu fiskeldis í sjó og á landi orðnar aðgengilegar á einum stað til hagsbóta fyrir almenning og stjórnvöld. Þetta tímamótaskref að stjórnvöld eigi frumkvæði að birtingu þessara upplýsinga er í samræmi við þá stefnumörkun við breytingu á lögum um fiskeldi 2019 að auka gagnsæi í starfsemi greinarinnar. Þessi birting tryggir um leið heildstæðari yfirsýn yfir stöðu og þróun greinarinnar, sem er mikilvægt fyrir alla hlutaðeigandi.“

Kristján Þór fól Matvælastofnun í fyrra að setja á fót Mælaborð fiskeldis og byggja upp alhliða upplýsingaveitu. Þannig munu upplýsingarnar í mælaborði fiskeldi ekki aðeins nýtast við eftirlit Matvælastofnunar og stefnumótun stjórnvalda varðandi fiskeldi heldur um leið gagnast hagsmunaaðilum og almenningi til að fá heilstæðari upplýsingar um stöðu og þróun fiskeldis á Íslandi.

Í mælaborðinu er meðal annars að finna eftirfarandi upplýsingar:

  • Umfang lífmassa í sjókvíaeldi, umfang rekstrarleyfa, áhættumat, burðarþol, afföll og fjölda laxalúsa eftir landshlutum og fjörðum.
  • Kortasjá sem sýnir staðsetningar eldissvæða um landið og hvaða svæði eru í notkun, ásamt þróun lífmassa, fjölda laxalúsa og afföll (%) á hverju eldissvæði. Einnig er hægt að sjá uppruna og tegund þeirra fiska sem aldir eru á hverju svæði.
  • Eftirlitsskýrslur Matvælastofnunar vegna eftirlits með rekstri og búnaði fiskeldisstöðva eru birtar í mælaborðinu, ásamt rekstrarleyfum.
  • Mælaborðið má finna hér: https://www.mast.is/is/maelabord-fiskeldis

Hjalti Andrason, upplýsingafulltrúi MAST, kynnti mælaborðið

Hjalti Andrason, upplýsingafulltrúi MAST, kynnti mælaborðið

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira