Hoppa yfir valmynd
19. apríl 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Heilsuvernd hjúkrunarheimili ehf. tekur við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar

Heilsuvernd hjúkrunarheimili ehf. tekur við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar - myndMynd: Öldrunarheimili Akureyrar

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest samning Sjúkratrygginga Íslands og Heilsuverndar Hjúkrunarheimila ehf. um að félagið taki við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar frá 1. mars næstkomandi. Samningurinn tekur til þjónustu í 173 hjúkrunarrýmum, 8 dvalarrýmum og 36 dagdvalarrýmum, þar af 16 sérhæfðum dagdvalarrýmum fyrir einstaklinga með heilabilun.

Akureyrarbær tilkynnti vorið 2020 að rekstrarsamningur við Sjúkratryggingar Íslands um hjúkrunarheimilin í bænum yrði ekki endurnýjaður og félli þar með úr gildi 31. desember 2020. Eftir frestun á gildistöku uppsagnar samningsins um síðustu áramót, var gerður framhaldssamningur milli Akureyrarbæjar og Sjúkratrygginga Íslands til 30. apríl. Sjúkratryggingar Íslands auglýstu 30. janúar sl. eftir aðilum til að annast rekstur ÖA. Tveir lýstu áhuga og nú liggur niðurstaða fyrir með samningnum við Heilsuvernd Hjúkrunarheimili ehf.

Nánar er fjallað um samninginn í sameiginlegri fréttatilkynningu Akureyarbæjar og Sjúkratrygginga Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira