Hoppa yfir valmynd
19. apríl 2021 Heilbrigðisráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ráðgert að starfsfólk á leikskólum njóti forgangs

Bólusetningum miðar vel og er ráðgert að á bilinu 10-15.000 manns fái bólusetningu í þessari viku. Þegar bólusetningar í hópi starfsfólks leik-, grunn- og framhaldsskóla hefjast, þ.e. áttunda forgangshópi vegna bólusetninga gegn Covid-19, er gert ráð fyrir því að byrjað verði að bólusetja starfsfólk leikskóla. Nú er unnið að bólusetningu 60-69 ára og einstaklinga með undirliggjandi langvinna sjúkdóma.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra:

„Samkvæmt reglugerð hafa tilteknir hópar forgang í bólusetningu gegn Covid-19 og hefur sóttvarnalæknir svigrúm til þess að forgangsraða innan hvers forgangshóps ef nauðsyn krefur. Ég treysti hans mati á því hvernig best sé að haga þeirri forgangsröðun og tek undir það að mikilvægt er að starfsfólk leikskóla fái bólusetningu fljótt.“

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra:

„Það hefur verið okkar meginmarkmið í þessum faraldri að forgangsráða í þágu heilbrigðis og menntunar. Við viljum tryggja að skólastarf geti farið fram með sem öruggustum hætti fyrir nemendur og starfsfólk og starfsfólk á leikskólum er oft á tíðum í miklu návígi og þar er erfiðara að halda fjarlægð en í öðrum skólum. Þá eru leikskólar starfandi lengra fram á sumar en grunn- og framhaldsskólar.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum