Hoppa yfir valmynd
21. apríl 2021 Heilbrigðisráðuneytið

COVID-19: Norðmenn lána Íslendingum bóluefnaskammta

Samkvæmt samkomulagi Íslands og Noregs munu Íslendingar fá að láni 16.000 skammta af AstraZeneca bóluefni frá Noregi.

Gert er ráð fyrir að bóluefnið muni berast til landsins um helgina og fari í dreifingu í næstu viku. Afhendingaráætlun og bólusetningardagatal verða uppfærð til samræmis eftir helgi.

Sóttvarnalæknir hefur gefið þau fyrirmæli að nýta eigi bóluefnið til einstaklinga yfir 60 ára. Ljóst er að þessi samningur mun styrkja enn frekar bólusetningaráætlun Íslands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum