Hoppa yfir valmynd
21. apríl 2021 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Þórdís Kolbrún kynnir uppbyggingu á Fyrirmyndaráfangastöðum kl 14

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, kynnir uppbyggingu Fyrirmyndaáfangastaða í beinu streymi í dag, miðvikudaginn 21. apríl, kl. 14:00 (vinsamlegast athugið breyttan tíma). Ráðherra mun einnig kynna hvaða fjórir staðir eru í ferli til að verða Fyrirmyndaráfangastaðir og hvernig unnið verður með stöðunum að innleiðingu á vörumerkinu.

Fyrirmyndaráfangastaðir eru fjölsóttir áfangastaðir sem ferðamenn sækja allt árið um kring. Við umsjón þeirra er unnið að sjálfbærni á öllum sviðum, umhverfislegri, samfélagslegri og efnahagslegri. Staðirnir þurfa að sýna fram á langtímaskuldbindingu til þess að framfylgja skilgreindum viðmiðum við stjórnun og skipulagningu m.a. hvað varðar hönnun innviða, aðgengi, fræðslu, öryggi, álagsstýringu, stafræna innviði o.fl.

 

 

Hægt verður að fylgjast með streyminu hér: 

 

Sjá einnig viðburð á Facebook

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira