Hoppa yfir valmynd
27. apríl 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Endurheimt vistkerfa, verkefni í þágu loftslagsmála, jarðvegsverndar og líffræðilegrar fjölbreytni

Þórunn W. Pétursdóttir, sviðsstjóri sjálfbærni og loftslags hjá Landgræðslunni - mynd

Ísland er eitt af vistfræðilega verst förnu löndum Evrópu. Þetta sagði Þórunn W. Pétursdóttir, sviðsstjóri sjálfbærni og loftslags hjá Landgræðslunni í erindi sem hún hélt á umhverfisþingi í dag.

Hægt er að fylgjast með streymi af þinginu á vef Stjórnarráðsins.

Erindið Vernd og endurheimt vistkerfa, fyrir náttúruna, loftslagið og okkur flutti Þórunn í málstofu um náttúruvernd. Sagði hún vernd og endurheimt vistkerfa vera eina umfangsmestu náttúruverndar- og loftslagsaðgerð sem Ísland geti ráðist í.

„Þrátt fyrir að Íslendingar hafi unnið að landgræðslu í yfir eina öld þá er landeyðingavandamálið enn svo stórt að við munum ekki ná utan um það nema við breytum nálgunum okkar og viðhorfum og förum að vinna að vernd og endurheimt vistkerfa á stórum skala í þágu náttúrunnar og loftslagsins,“ sagði Þórunn.

Verkefnið sé flókið, en tækifærin spennandi, því möguleikarnir til að draga úr losun frá landi og auka bindingu samhliða því að vernda og efla líffræðilega fjölbreytni séu sannarlega fyrir hendi. Fleiri þurfi hins vegar að leggja sitt af mörkum í þessum málum.

Virk og fjölbreytt vistkerfi séu undirstaða líffræðilegrar fjölbreytni og lykillinn að eðlilegri hringrás kolefnis. „Hér á landi bíða stór verkefni,“ sagði Þórunn og nefndi sem dæmi að framræsing votlendis hafi skert og sundrað búsvæðum dýra og plantna og leitt til stórfelldrar losunar á kolefni og eins hafi geta vistkerfa til að standast áföll á borð við öskufall og sandfok skerst og hætta á eyðingu gróðurs og jarðvegs aukist.

Á málstofunni fluttu einnig erindi þau Ragnhildur Sigurðardóttir umhverfisfræðingur, Aimi Hamberg frá Danmark Naturfredningsforening og Steve J. Carver frá háskólanum í Leeds.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum