Hoppa yfir valmynd
28. apríl 2021 Forsætisráðuneytið, Matvælaráðuneytið, Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Ráðherrar heimsækja Carbfix á Hellisheiði ​

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra heimsóttu Carbfix á Hellisheiði í dag. Ráðherrarnir fengu kynningu á starfsemi fyrirtækisins og Carbfix tækninni sem byggir á íslensku hugviti sem bindur koldíoxíð varanlega í bergi á innan við tveimur árum.

Í kynningunni komu fram áform um að auka umfang starfseminnar verulega á næstu árum og byggja upp innviði til niðurdælingar á milljónum tonna af koldíoxíð m.a. í tengslum við Coda verkefnið í Straumsvík.  Mikilvægt verði að þróa tæknina áfram til að hámarka megi áhrif hennar á loftslagsaðgerðir hér innanlands og alþjóðlega.

Þá kom fram að  Carbfix muni áfram leggja áherslu á að efla nýsköpun og þróun á tækninni svo undirbyggja megi langtímamarkmið um kolefnisförgun og bjóða upp á ráðgjöf innanlands og erlendis um fýsileika kolefnisbindingar í bergi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum