Hoppa yfir valmynd
28. apríl 2021 Dómsmálaráðuneytið

Starfshópur um happdrætti og fjárhættuspil

 

Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að kanna mögulegar réttarbætur á sviði happdrættismála. Er hópnum ætlað að gera tillögur til ráðherra um breytingar á lögum og reglugerðum um happdrætti, teljist þær nauðsynlegar, og eftir atvikum að greina fjárþörf til þess að tryggja að mögulegar breytingar geti átt sér stað.

Meðal þess sem starfshópnum er falið að athuga er:

1. Möguleikar núverandi sérleyfishafa á happdrættismarkaði hér á landi til að bjóða upp á spil á netinu.

2. Hvernig hægt sé að stemma stigu við ólöglegri netspilun hér á landi.

3. Að kanna leiðir til að koma á skyldu til að nota spilakort.

4. Hvernig haga skuli leyfisveitingum og eftirliti með happdrættum, þar á meðal tæknilegu eftirliti.

5. Mögulega samvinnu leyfisskyldra happdrætta hér á landi, annað hvort allra eða happdrætta með skylda starfsemi.

6. Hvernig rannsóknum á spilafíkn og ólöglegu fjárhættuspili skuli háttað.

7. Hvernig unnt sé að standa straum af kostnaði við framkvæmd laga um happdrætti og forvörnum og rannsóknum vegna spilavanda.

Starfshópurinn skili fyrstu tillögum sínum til ráðherra eigi síðar en 1. júní nk.

Starfshópurinn er þannig skipaður:

 • Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og jafnframt formaður, án tilnefningar,
 • Fanney Óskarsdóttir, lögfræðingur á skrifstofu réttinda einstaklinga, án tilnefningar,
 • Sveinn M. Bragason, sérfræðingur á skrifstofu fjármála og rekstrar, án tilnefningar,
 • Auður Cela Sigrúnardóttir, starfsmaður Íslandsspila, tilnefnd af Íslandsspilum,
 • Lárus Blöndal, lögmaður og forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum,
 • Guðni Bergsson, lögmaður og formaður Knattspyrnusambands Íslands, tilnefndur af Getspá/Getraunum,
 • Anna Lilja Ragnarsdóttir, löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Höfn, tilnefnd af sýslumanninum á Suðurlandi,
 • Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri, tilnefndur af happdrætti SÍBS,
 • Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri, tilnefnd af happdrætti HHÍ,
 • Sigurður Ágúst Sigurðsson, forstjóri, tilnefndur af happdrætti DAS.
 • Alma Björk Hafsteinsdóttir, fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi, tilnefnd af Samtökum áhugafólks um spilafíkn.
Starfsmaður starfshópsins er Árni Grétar Finnsson, lögfræðingur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira