Hoppa yfir valmynd
29. apríl 2021 Forsætisráðuneytið

Ísland í brennidepli loftslagsráðstefnu FP

Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, var lokaviðburður tveggja daga alþjóðlegrar loftslagsráðstefnu hins virta stjórnmálatímarits Foreign Policy, Climate Summit, sem lauk í gær.

Það var ritstjóri tímaritsins, Ravi Agrawal, sem tók viðtalið en það fjallaði meðal annars um mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið setji sér enn metnaðarfyllri markmið í baráttunni gegn loftslagsbreytingum en ekki síður um að markmiðunum fylgi raunhæfar aðgerðaáætlanir.

Rætt var sérstaklega um hvað Ísland hefði fram að færa í þessum efnum og ræddi Katrín ræddi ný markmið Íslands um samdrátt í losun og nauðsyn þess að taka ákveðin skref í átt til lágkolefnishagkerfa. Ennfremur að styrkja þurfi rannsóknir og nýsköpun á sviði grænna tækninýjunga. Lykilatriði fyrir árangur í loftslagsmálum væri samstarf stjórnmála, atvinnulífs, vísinda og almennings.

Sjá má viðtalið við Katrínu á upptökunni frá síðari degi ráðstefnunnar og hefst það á 3.33.00

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum