Hoppa yfir valmynd
29. apríl 2021 Innviðaráðuneytið, Utanríkisráðuneytið

Samstarfsráðherrar Norðurlanda samþykktu að vinna úttekt á áhrifum heimsfaraldursins

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson, samstarfsráðherra Norðurlanda, tók í dag þátt í fjarfundi norrænna samstarfsráðherra. Allir samstarfsráðherrar Norðurlandanna fimm tóku þátt í fundinum, auk samstarfsráðherra Álandseyja, Færeyja og Grænlands. Þetta var fyrsti fundurinn sem Pele Broberg, nýr samstarfsráðherra Norðurlanda á Grænlandi, tók átt í. 

Ráðherrarnir fjölluðu um nauðsyn þess að gera úttekt á áhrifum heimsfaraldursins á norrænt samstarf og hvernig standa megi vörð um og styrkja samþættingu á Norðurlöndum á tímum sem þessum. Ráðherrarnir samþykktu tillögu finnska samstarfsráðherrans, en Finnar fara nú með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni, um að fela Jan-Erik Enestam, fyrrverandi þingmanni og ráðherra í Finnlandi, að vinna þessa úttekt. Jan-Erik gegndi einnig stöðu framkvæmdastjóra Norðurlandaráðs á árunum 2007-2013. 

Á fundinum var einnig fjallað um mál varðandi vinnu Norrænu ráðherraskrifstofunnar við innri endurskoðun og fjármálastjórn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum