Hoppa yfir valmynd
30. apríl 2021 Matvælaráðuneytið

Fjárfestingastuðningur í nautgriparækt

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur greitt fjárfestingastuðning í nautgriparækt vegna framkvæmda á árinu 2020. Helmingur af samþykktri styrkupphæð var greiddur við upphaf framkvæmdar á umsóknarári og síðari helmingur við skila á lokaskýrslu vegna framkvæmda á árinu 2020.

Alls bárust 105 umsóknir vegna fjárfestingastuðning í nautgriparækt, þar af 44 nýjar og 61 framhaldsumsóknir vegna framkvæmda sem hófust 2018 eða 2019.  Samanlagður kostnaður við heildarframkvæmdir á árinu 2020 reyndist vera um 3,8 milljarðar. Til úthlutunar voru kr. 210.711.784 samkvæmt fjárlögum ársins 2020. Styrkhlutfall var þannig um 5,6% af heildarkostnaði sem er heldur hærra en síðasta ár (3,4% árið 2019, 4,3% árið 2018 og 7,6% árið 2017). Eins og fyrri ár kom til hlutfallslegrar skerðingar á framlög samþykktra umsókna í samræmi við 28. gr. reglugerðarinnar þar sem fjármunir dugðu ekki til að greiða hámarksstyrkhlutfall, sem er 40%.

Hæsti styrkur sem veittur var að þess sinni  var  12.172.014 kr. en lægsti styrkur 58.138 kr. Meðalstyrkur var um 2,4 milljónir kr. (miðgildi um 1,2 mkr). Sjá dreifingu stuðningsins eftir sveitarfélögum á 1. mynd (sjá nánar á Mælaborði landbúnaðarins):

Stuðningurinn dreifðist þannig eftir landshlutum (sjá nánar á Mælaborði landbúnaðarins):

Um fjárfestingastuðning í nautgriparækt er fjallað í VIIl. kafla reglugerðar um stuðning í nautgriparækt nr. 1252/2019. Fjárfestingastuðningur er veittur vegna framkvæmda sem stuðla að hagkvæmari búskaparháttum, bættum aðbúnaði nautgripa og aukinni umhverfisvernd. Markmið stuðningsins er að hraða því að framleiðendur standist kröfur skv. reglugerð um velferð nautgripa nr. 1065/2014. Stuðningurinn er veittur vegna nýframkvæmda og/eða endurbóta á eldri byggingum og kom fyrst til úthlutunar árið 2017 með innleiðingu nýrra búvörusamninga.

Öllum umsækjendum hefur verið sent rafrænt bréf sem finna má inn á Afurð, greiðslukerfi landbúnaðarins, þar sem koma fram samandregnar upplýsingar um hverja styrkveitingu.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum