Hoppa yfir valmynd
3. maí 2021 Utanríkisráðuneytið

Smitskömmun í garð Pólverja til umræðu á fundi með pólska sendiherranum

Guðlaugur Þór Þórðarson og Gerard Pokruszyńskim sendiherra Póllands á Íslandi - myndUtanríkisráðuneytið

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra undirstrikaði að smitskömmun í garð Pólverja á Íslandi væri ólíðandi á fundi með sendiherra Póllands á Íslandi, Gerard Pokruszyński, fyrir helgi. 

Samskipti Íslands og Póllands voru aðalumræðuefnið á fundi þeirra Guðlaugs Þórs og Pokruszyński í utanríkisráðuneytinu á föstudag. Sendiherrann lét þar í ljós áhyggjur af neikvæðri umræðu í garð Pólverja á Íslandi í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Ráðherra áréttaði þá mikilvægi þess að íbúum Íslands væri ekki mismunað í tengslum við COVID-19, hvorki pólskum né öðrum af erlendum uppruna. 

„Faraldurinn hefur kallað fram marga góða eiginleika í fari þjóðarinnar en líka slæma. Einn þeirra er smitskömmunin, sem á undanförnum vikum hefur beinst að íbúum landsins af erlendum uppruna. Við getum ekki liðið að fólki sé mismunað á slíkum grundvelli enda fer veiran ekki í manngreinarálit. Pólska samfélagið hér á landi hefur bæði auðgað þjóðlífið og átt ríkan þátt í skapa hagsæld undanfarinna ára og umræða undanfarinna daga í þess garð er bæði óvægin og ósanngjörn,“ segir Guðlaugur Þór.

Á fundinum fagnaði ráðherra fagnaði góðu samstarfi milli Íslands og Póllands og þau tækifæri sem fælust í auknum samskiptum, m.a. í tengslum við framlög úr Uppbyggingasjóði EES.

Mikil gróska hefur verið í samskiptum og samstarfi á milli ríkjanna í efnahagslegu tilliti og pólitískra samskipta á undanförnum árum. Um tuttugu þúsund Pólverjar eru búsettir á Íslandi og eru þeir langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi. 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum