Hoppa yfir valmynd
5. maí 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Til umsagnar: Aðgerðaáætlun fyrir bráðaþjónustu og sjúkraflutninga

Heilbrigðisráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að aðgerðaáætlun fyrir bráðaþjónustu og sjúkraflutninga til ársins 2030. Aðgerðaáætlunin er byggð á tillögum starfshóps sem heilbrigðisráðherra fólk að móta stefnu á þessu sviði ásamt drögum að þjónustuviðmiðum. Umsagnarfrestur er til 21. maí næstkomandi.

Heilbrigðisráðherra skipaði í október 2019 starfshóp um stefnumótun í sjúkraflutningum til ársins 2030. Í byrjun árs 2020 skilaði starfshópurinn ráðherra tillögum að stefnu og drögum að þjónustuviðmiðum. Á grundvelli þeirrar vinnu hefur heilbrigðisráðuneytið unnið drög að aðgerðaáætlun fyrir sjúkraflutninga og bráðaþjónustu og notið liðsinnis fagráðs sjúkraflutninga í þeirri vinnu. Tekið skal fram að tillaga um rekstur á sérhæfðri sjúkraþyrlu er ekki hluti af þessari áætlun.

Heilbrigðisráðuneytið leggur áherslu á víðtækt samráð við lokagerð framkvæmdaáætlunarinnar og birtir hana til umsagnar með áherslu á að hagsmunaaðilar á breiðum grunni fái tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum og efnislegum ábendingum á framfæri.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira