Hoppa yfir valmynd
8. maí 2021

Meira frelsi í skólastarfi: Tilslakanir á sóttvörnum frá 10. maí

   - myndEggert Jóhannesson / Morgunblaðið
„Við erum á réttri leið en þó er áfram fyllsta ástæða til varkárni. Við gleðjumst yfir því að slakað verður á sóttvarnaráðstöfunum fyrir skólasamfélagið og að bólusetningum framlínufólks þar miðar vel,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra,

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi mun taka gildi nk. mánudag og gilda til og með miðvikudeginum 26. maí. Helstu breytingar sem í henni felast eru:
• Hámarksfjöldi fullorðinna í hverju rými verður 50, í stað 20 áður.
• Hámarksfjöldi nemenda í hverju rými í grunn-, framhalds og háskólum verður 100, í stað 50 áður.
• Foreldrar og aðrir aðstandendur mega koma inn í skólabyggingar.
• Blöndun hópa innan sama skóla verður heimil í sundi og íþróttum í grunnskólum.
• Blöndun nemenda milli rýma verður heimil í háskólabyggingum.
• Viðburðir á vettvangi skóla verða heimilaðir, með þeim takmörkunum sem almennt gilda.

Sjá nánar á vef heilbrigðisráðuneytisins og á upplýsingavefnum mrn.is/skolastarf.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum