Hoppa yfir valmynd
8. maí 2021 Mennta- og menningarmálaráðuneytið

Samkomulag undirritað um samstarf Íslands og Japan: Menntun, vísindi, tækni og nýsköpun

Frá veffundi mennta- og menningarmálaráðherra með Koichi Hagiuda, mennta- og vísindamálaráðherra Japan. - mynd
Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra átti í dag veffund með Koichi Hagiuda, mennta- og vísindamálaráðherra Japan. Á fundinum ræddu ráðherrarnir m.a. árangursríkt samstarf landanna á sviði mennta- og vísindamála sem byggir á diplómatísku sambandi ríkjanna sem rekja má aftur til ársins 1956.

Á fundinum var undirritað samstarfssamkomulag sem er ætlað að efla samstarf þjóðanna á vettvangi menntunar, vísinda, tækni og nýsköpunar og styrkja enn frekar tengslin milli landanna.

„Þetta samkomulag snertir mikilvæga þætti eins og samvinnu, skoðanaskipti, tengslamyndun og miðlun þekkingar milli landanna. Þá er því ætlað að stuðla að sameiginlegum rannsóknaverkefnum, til dæmis á sviðum norðurslóðavísinda og sjávarrannsókna sem og rannsóknum á vettvangi endurnýjanlegra orku, og hug- og félagsvísinda,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Fundurinn í dag var upptaktur að öðrum viðburði, þriðja fundi vísindamálaráðherra um norðurskautið, ASMIII (e. Arctic Science Mininsterial) en Ísland og Japan eru sameiginlegir gestgjafar þess fundar sem fram fer nú um helgina, 8.- 9. maí 2021, með þátttöku 28 ríkja og sex frumbyggjasamtaka.

Fréttin á ensku / In english.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira