Hoppa yfir valmynd
10. maí 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Haraldur Briem vinnur skýrslu um leghálsskimanir til Alþingis

Haraldur Briem - myndMynd: Heilbrigðisráðuneyti

Haraldur Briem fyrrverandi sóttvarnalæknir hefur fallist á beiðni heilbrigðisráðherra um að vinna skýrslu til Alþingis um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Gerð skýrslunnar er í samræmi við beiðni Alþingis þessa efnis. Skýrslubeiðendur óskuðu eftir því að skýrslan yrði unnin af óháðum aðila og varð niðurstaða ráðherra sú að leita til Haraldar um verkefnið. Óskað hefur verið eftir framlengdum tímafresti á skilum skýrslunnar til þingsins. Gert er ráð fyrir að hún verði tilbúin til afhendingar í lok fyrstu viku júnímánaðar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira