Hoppa yfir valmynd
10. maí 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Svæðisbundnar samkomutakmarkanir vegna hópsmits í Skagafirði

Svæðisbundnar samkomutakmarkanir vegna hópsmits í Skagafirði - myndMynd: Landspítali / Þorkell

Heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð sem kveður á um svæðisbundnar takmarkanir á samkomum í sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi. Í stuttu máli felur reglugerðin í sér að þær afléttingar á landsvísu sem tóku gildi í dag eiga ekki við á þessu svæði. Þar gilda áfram sömu takmarkanir og verið hafa undanfarnar vikur, tímabundið til og með 16. maí næstkomandi.

Ákvörðunin er tekin í samráði við aðgerðastjórn Skagafjarðar og umdæmislækni Norðurlands vegna hópsmits á svæðinu og er markmiðið að stöðva útbreiðslu smita með tafarlausum og markvissum aðgerðum. Reglugerð ráðherra er staðfesting á ákvörðun sóttvarnalæknis sama efnis sem hann tók til bráðabirgða í gær 9. maí og gerði ráðherra viðvart í samræmi við ákvæði sóttvarnalaga. 

Í meginatriðum eru samkomutakmarkanir sem gilda á umræddu svæði þessar:

  • Fjöldatakmörk: miðast við 20 manns.
  • Verslanir: hámarksfjöldi viðskiptavina 100 að uppfylltum öðrum skilyrðum
  • Viðburðir: hámarksfjöldi á sitjandi viðburðum er 100 í stað 150.
  • Veitingastaðir með vínveitingaleyfi: Opnunartími til kl. 21.00 og gestir yfirgefi staðinn fyrir kl. 22.00
  • Sund- og baðstaðir, heilsu- og líkamsræktarstöðvar, skíðasvæði og tjaldsvæði: Gestir að hámarki helmingur af annars leyfilegum hámarksfjölda.
  • Íþróttaæfingar og keppnir, sviðslistir og sambærilegir viðburðir: Hámarksfjöldi þátttakenda 50 manns.

Reglugerðin

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum