Hoppa yfir valmynd
20. maí 2021 Forsætisráðuneytið

Katrín fundaði með Lavrov

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti fund með Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í Hörpu í dag. Lavrov er staddur á Íslandi vegna fundar Norðurskautsráðsins.

Ráðherrarnir ræddu samskipti Íslands og Rússlands og áhrif COVID-19 faraldursins og viðbrögð við honum. Þá voru orku- og loftslagsmál einnig til umræðu og sjónum sérstaklega beint að norðurslóðum. Katrín lagði áherslu á mikilvægi þess að tryggja frið, stöðugleika og samvinnu á norðurslóðum þar sem sérstaklega verði hugað að mannréttindum og áhrifum loftslagsbreytinga.

Málefni Ísraels og Palestínu voru einnig til umræðu. Katrín ítrekaði afstöðu íslenskra stjórnvalda að koma verði á vopnahléi og hvatti Rússa til að beita sér fyrir friðsamlegri lausn sem byggi á tveggja ríkja lausninni.

Þá tók Katrín afvopnunarmál til umræðu og lýsti þeirri afstöðu að mikilvægt væri að koma þeim á dagskrá að nýju eftir töluvert bakslag í þeim málum á undanförnum árum. Að lokum ræddi Katrín áherslur íslenskra stjórnvalda í jafnréttis- og mannréttindamálum.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira