Hoppa yfir valmynd
20. maí 2021 Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Þórdís Kolbrún opnaði Hönnunarmars

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs opnuðu hátíðina - myndAldís Pálsdóttir/Hönnunarmars

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra opnaði Hönnunarmars formlega í gær, en hátíðin stendur til 23 maí. Á dagskrá Hönnunarmars eru yfir 90 sýningar og yfir 100 viðburðir á öllu höfuðborgarsvæðinu en þetta er í þrettánda sinn sem hátíðin fer fram. 


„Hönnunarmars gerir íslenskt samfélag skemmtilegra, fallegra og betra. Þar er sýnt fram á sérstöðu Íslands og íslenskra efna. Hér er framúrskarandi fólk með ótrúlega hugmyndaauðgi,“ segir Þórdís Kolbrún. 

Á HönnunarMars leiðir framsækin hönnun og nýjungar saman sýnendur og gesti. HönnunarMars boðar nýjungar og óvænta nálgun. Hátíðin er lífleg höfn hugmynda, ólíkra sjónarmiða og þekkingar, hreyfiafl sem auðgar og bætir samfélagið.


HönnunarMars er boðberi bjartsýni og skapandi krafta í samfélaginu. Þar gefst tækifæri til að beina sjónum að hönnun sem drifkraft til nýsköpunar og sýna hversu mikilvægu hlutverki þessar greinar gegna í samfélaginu.


Dagskrá hátíðarinnar og frekari upplýsingar má nálgast hér: honnunarmars.is/

 

Halla Helgadóttir, Eyjólfur Pálsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra við opnun sýningarinnar Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd í Epal.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira