Hoppa yfir valmynd
21. maí 2021 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Afkoma ríkissjóðs á fyrsta ársfjórðungi betri en áætlanir gerðu ráð fyrir

Fjársýsla ríkisins hefur birt uppgjör ríkissjóðs fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2021. Samkvæmt uppgjörinu hækka skatttekjur og tryggingagjöld um ríflega 9% milli ára og gjöld hækka um 20%. Aukning tekna milli ára skýrist að stórum hluta af frestununum skattgreiðslna og er raunveruleg hækkun minni. Aukningu gjalda má einkum rekja til aðgerða sem ráðist hefur verið í til að mæta áhrifum Covid-19.

Helstu niðurstöður uppgjörsins eru (allar tölur eru í milljónum króna):

Raun 2021

Raun 2020

Breyting milli ára

Tekjur samtals

200.158

182.895

17.264

Gjöld samtals

240.264

199.999

40.265

Afkoma fyrir fjármagnsliði

-40.105

-17.104

-23.001

  • Afkoma fyrir fjármagnsliði var neikvæð um 40,1 ma.kr.
  • Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 11,1 ma.kr.
  • Rekstrarafkoma tímabilsins var neikvæð um 51,3 ma.kr.
  • Tekjur ríkissjóðs fyrir fjármagnsliði námu 200,2 ma.kr. samanborið við 182,9 ma.kr. árið áður og aukast um 17,3 ma.kr. eða 9,5% samanborið við sama tímabil fyrra árs.
  • Tekjur ríkissjóðs af sköttum og tryggingagjöldum voru 189,6 ma.kr. og hækka um 9.2% frá fyrra ári.
  • Tekjuskattar einstaklinga voru 60,2 ma.kr. og hækka um 17,5 ma.kr. milli ára eða 41%
  • Virðiskaukaskattur skilaði 59,2 ma.kr. og hækkar um 6,5 ma.kr. eða 12% milli ára.
  • Gjöld fyrir fjármagnsliði eru 240,3 ma.kr. sem er aukning um 40 ma.kr. eða 20% frá fyrra ári, að mestu vegna tilfærslugjalda sem leiðir af áhrifum Covid-19, s.s. vegna vinnumarkaðsmála.
  • Fjárfestingar tímabilsins námu 6,7 ma.kr. samanborið við 4,2 ma.kr. á fyrra ári.
  • Eignir ríkissjóðs námu í lok mars 2.475 ma.kr, skuldir námu 2.305 ma.kr. og eigið fé var 169 ma.kr.
  • Handbært fé í lok mars var 497 ma.kr.
  • Nettó staða langtímalána nam alls 1.051 ma.kr. og hækkaði um 145 ma.kr. frá árslokum 2020, þar af var útgáfa á skuldabréfum í evrum í janúar fyrir 116 ma.kr.
 

Sundurliðun á tekjum ríkis og gjöldum niður á málefnasvið, málaflokka og ríkisaðila kemur fram í mánaðaruppgjöri sem Fjársýsla ríkisins birtir. Uppgjörið í heild sinni er aðgengilegt á vefsíðu Fjársýslu ríkisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum