Hoppa yfir valmynd
21. maí 2021 Utanríkisráðuneytið

Fundað með Murkowski, Broberg og Bárði af Steig

Lisa Murkowski öldungadeildarþingmaður og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra - myndUtanríkisráðuneytið

Í tengslum við ráðherrafund Norðurskautsráðsins átti Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tvíhliðafundi með grænlenskum og færeyskum ráðamönnum auk þess sem hann hitti bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lisu Murkowski.

Á miðvikudagskvöldið funduðu þeir Guðlaugur Þór og Pele Broberg utanríkisráðherra Grænlands. Á meðal þess sem þeir ræddu voru viðskiptamál og önnur samskipti landanna. Þá kynnti Guðlaugur Þór Broberg tillögur Grænlandsnefndar og þingsályktunartillögu sem Alþingi fjallar nú um um aukið samstarf Íslands og Grænlands.

„Grænlendingar og Íslendingar eiga marga sameiginlega hagsmuni og við Broberg vorum sammála um að samband landanna hefði alla burði til að styrkjast enn frekar. Ég tel að fríverslunarsamningur gæti verið vænlegur kostur í því sambandi, eins og grænlenski starfsbróðir minn hefur raunar sjálfur lýst yfir,“ sagði Guðlaugur Þór eftir fundinn.

Þetta var fyrsti fundur ráðherranna en Broberg tók við embætti í kjölfar þingkosninga á Grænland fyrr á árinu.

Síðdegis í gær hittust þeir Guðlaugur Þór og Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, á stuttum fundi. Þar voru ýmis tvíhliða mál auk málefna norðurslóða á dagskránni. Á miðvikudag átti svo Guðlaugur Þór fund með bandaríska öldungadeildarþingmanninum Lisu Murkovski þar sem norðurslóðamál voru aðalumræðuefnið.

  • Guðlaugur Þór Þórðarson og Bárður á Steig
  • Frá fundi Pele Broberg og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira