Hoppa yfir valmynd
24. maí 2021 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Gleðifregnir fyrir skólastarf

„Okkur miðar hratt í rétta átt. Frá og með næsta þriðjudegi mun svigrúm skólanna aukast enn meira – ég vonast til þess að sem flestir muni geta lokið þessari óvenjulegu önn í gleði og bjartsýni um betri tíð,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Með nýjustu tilslökunum heilbrigðisráðherra, sem gilda frá nk. þriðjudegi – 25. maí, falla úr gildi sérstakar takmarkanir um skólastarf sem í gildi hafa verið með undanfarna mánuði. Sömu reglur munu því gilda um skólastarf og almennt í samfélaginu en verulega verður dregið úr samkomutakmörkunum í nýrri reglugerð.

Meðal þeirra breytinga á sóttvarnaráðstöfunum sem helst snerta skólastarf á leik-, grunn-, framhalds- og háskólastigi eru:
• Hámarksfjöldi í hverju sóttvarnarrými verður 150. Börn fædd 2015 eða yngri eru áfram undanþegin í slíkri talningu.
• Hægt verður að halda viðburði með sitjandi gestum fyrir allt að 300 manns. Grímuskylda er á sitjandi viðburðum.
• Þar sem ekki er hægt að halda lágmarksfjarlægð milli einstaklinga sem ekki er í nánum tengslum skal áfram nota grímur. Nálægðartakmörkun í skólastarfi er amk. 1 metri.
• Foreldrum og aðstandendum verður heimilt að koma inn í skólabyggingar, en gæta skal að sóttvarnaráðstöfunum.

Sjá nánari upplýsingar á vef heilbrigðisráðuneytis.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum