Hoppa yfir valmynd
26. maí 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Framkvæmdir við nýtt rannsóknahús Landspítala í sjónmáli

Útboð jarðvinnu - mynd

NLSH auglýsti nýverið útboð vegna jarðvinnu fyrir nýtt rannsóknahús Landspítala við Hringbraut. Samkvæmt útboðinu á verkinu að vera lokið að fullu í desember á þessu ári. Undirbúningsvinna vegna framkvæmda við rannsóknahúsið hafa gengið að óskum og styttist í að byggingarnefndarteikningar liggi fyrir, að sögn verkefnastjóra á hönnunarsviði NLSH.

Jarðvinnan sem boðin hefur veri út felst í því að grafa fyrir fyrir nýju rannsóknahúsi á suðurhluta lóðarinnar við Hringbraut. Til verksins heyrir vinna við undirbúning uppgraftrarins í húsgrunni svo sem rif á malbikuðu bílastæði, rif á gasgeymsluskýli, förgun lagna og rafstrengja.

NLSH er opinbert hlutafélag, stofnað samkvæmt lögum um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefur það hlutverk að hafa umsjón með og að stýra uppbyggingunni við Hringbraut fyrir hönd ríkisins. Hringbrautar verkefnið er samstarfsverkefni NLSH, Landspítala, heilbrigðisráðuneytisins,  Háskóla Íslands og Framkvæmdasýslu ríkisins.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum