Hoppa yfir valmynd
26. maí 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Rúmum 380 milljónum króna úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Rúmum 380 milljónum króna úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra - myndMynd: Stjórnarráðið

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur úthlutað framlögum úr Framkvæmdasjóði aldraðra til endurbóta og viðhaldsverkefna á hjúkrunarheimilum víðsvegar um landið. Stærsta úthlutunin, rúmar 117 milljónir króna, fer til endurbóta á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi sem miða að því að bæta aðbúnað og breyta fjölbýlum í einbýli.

Alls eru að þessu sinni veitt framlög til 36 verkefna sem ýmist felast í nauðsynlegum viðhaldsverkefnum eða aðgerðum sem ætlað er að bæta aðbúnað íbúa á hjúkrunarheimilunum eða auka öryggi þeirra. Önnur stærsta úthlutunin, 52 milljónir króna, fer til endurbóta á 40 baðherbergjum á Hrafnistu við Hraunvang í Hafnarfirði. Sem dæmi um fleiri verkefni má nefna endurnýjun á lyftum og lyftubúnaði, endurbætur á brunaviðvörunarkerfum, bætt sóttvarnahólfun, bætt aðgengi og ýmis fleiri mikilvæg viðhaldsverkefni.

Framlögin eru veitt í samræmi við tillögur stjórnar Framkvæmdasjóðs aldraðra til ráðherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira