Hoppa yfir valmynd
31. maí 2021 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Þórdís Kolbrún tilkynnir úthlutun Lóu - styrkja til nýsköpunarverkefna á landsbyggðinni

Þórdís Kolbrún og Ásta Kristín kynntu styrki Lóu - myndGolli

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir kynnti í dag um 29 verkefni sem fá úthlutun úr Lóu-nýsköpunarstyrkjum fyrir landsbyggðina. Hlutverk styrkjanna er að styðja við nýsköpun, eflingu atvinnulífs og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni, á forsendum svæðanna sjálfra. Verkefni í öllum landshlutum hljóta styrk og nemahæstu styrkir  10 milljónum króna. Verkefnin sem hljóta styrk eru af margvíslegum toga og  til marks um fjölbreytt atvinnulíf um land allt. Sem dæmi má nefna styrk til uppbyggingar velferðartæknimiðstöðvar á Norðurlandi eystra, þróunvettvangs sjávarlíftækni í Vestmannaeyjum, nýsköpun í vinnslu skógarafurða á Austurlandi oguppbyggingu vistkerfis orkuskipta á Vestfjörðum,  

„Fjöldi umsókna um styrki úr Lóu fór fram úr okkar björtustu vonum, en gefur jafnframt hátt og skýrt til kynna hversu mikil gróska er í nýsköpunarverkefnum um allt land. Það er nauðsynlegt að styðja við þennan slagkraft og það er gott að geta greint frá því að Lóa er komin til að vera næstu ár. Ég óska styrkþegum til hamingju og hlakka til að sjá verkefnin vaxa og dafna,“ segir Þórdís Kolbrún.

 

Styrkirnir voru auglýstir í febrúar en ákveðið var að hækka þá upphæð sem til ráðstöfunar er um helming. Þetta var gert í ljósi mikillar aðsóknar, en alls bárust 236 umsóknir í Lóu. Í þessari fyrstu úthlutun fá verkefnin styrki sem nema rúmum 147 milljónum króna. Matshópur fór yfir allar umsóknir og gerði í kjölfarið tillögur til ráðherra um veitingu styrkja. Ráðherra og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, formaður matsnefndar Lóu,  greindu frá styrkveitingum í beinni útsendingu í dagá vegum Nýsköpunarviku. 

 

Hér má fylgjast með upptöku frá úthlutuninni: 

 

 

Lóa styður við nýsköpunarstefnu og er liður í breytingum á opinberu stuðningsumhverfi nýsköpunar hér á landi. Hún styður einnig við annan mikilvægan stuðning á vettvangi nýsköpunar hringinn í kringum landið, svo sem sóknaráætlun landshlutanna og byggðaáætlun. 

 

Hér má sjá lista yfir þau verkefni sem fengu styrk úr Lóu: 
Listinn er birtur með fyrirvara um villur

 

 

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin
9. Nýsköpun og uppbygging
8. Góð atvinna og hagvöxtur

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum