Hoppa yfir valmynd
1. júní 2021 Heilbrigðisráðuneytið

Aukið alþjóðlegt samstarf á sviði lyfjamála

 íslenski fáninn blaktir á stöng - myndHari

Fimm þjóðir hafa ákveðið að starfa með Norðurlandaþjóðunum í alþjóðlegu samstarfi á sviði lyfjamála (Nordisk Lægemiddel Forum). Þetta eru Belgía, Holland, Austurríki, Írland og Lúxemborg sem starfa saman undir heitinu „Beneluxa Initiative.“ Samstarfið snýr einkum að verkefnum sem tengjast innleiðingu nýrra lyfja. Þörf fyrir alþjóðlega samvinnu verður sífellt meiri vegna þeirra áskorana sem yfirvöld standa frammi fyrir gagnvart lyfjaverði, greiðsluþátttöku og innkaupum á lyfjum. Markmiðið er að tryggja sjúklingum aðgang að nýjum lyfjum með markvissu samstarfi þjóðanna um áhrifaríkar og skynsamlegar leiðir.

Árangur sem þegar hefur leitt af þessu samstarfi er meðal annars skipulagning á alþjóðlegri samvinnu um forspá fyrir notkun nýrra lyfja. Nokkrir stefnumótandi fundir hafa verið haldnir þar sem aðrir alþjóðlegir kaupendur lyfja hafa einnig tekið þátt í umræðum.

Danmörk, Svíþjóð og Noregur hafa birt fréttatilkynningar um hið aukna alþjóðlega samstarf, sjá hér, hér og hér

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum