Hoppa yfir valmynd
1. júní 2021 Forsætisráðuneytið

Karlar kæra frekar

268 mál komu til umfjöllunar úrskurðarnefndar um upplýsingamál á síðasta ári og voru langflest þeirra frá einstaklingum eða 162. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu forsætisráðherra til Alþingis um framkvæmd upplýsingalaga sem lögð hefur verið fram í sjötta sinn.

Langflest málanna, eða 228 mál, voru kærur til úrskurðarnefndarinnar, ýmist vegna synjunar beiðni um aðgang að gögnum eða vegna tafa á afgreiðslu slíkrar beiðni. Úrskurðarnefndinni bárust einnig þrjár beiðnir um endurupptöku máls en leyst er úr slíkum erindum með úrskurði.

Kærur frá fjölmiðlum voru 43 á árinu, en 32 árið áður. Athygli vekur að í málum þar sem kærandi er einstaklingur var málshefjandi karlkyns í 158 tilvikum árið 2020 en aðeins fjórar kærur bárust frá konum. Árið 2019 voru karlkyns kærendur 110 talsins en sex konur.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira