Hoppa yfir valmynd
1. júní 2021 Dómsmálaráðuneytið

Fjármögnun kostnaðarauka vegna styttingar vinnutíma lögreglumanna

Að undanförnu hefur verið unnið að því að meta kostnað lögregluliðanna af styttingu vinnutíma vaktavinnufólks. Almennt er stofnunum ríkisins ætlað að mæta kostnaðarauka vegna styttingar vinnuvikunnar með þrennum hætti:

  1. Með umbótum og betri nýtingu þeirra fjármuna sem þegar eru innan ramma málefnasviða og málaflokka ráðuneyta – þ.e.a.s. með hagræðingu innan stofnana.
  2. Með því að nýta hluta þegar áætlaðrar aukningar framlaga (útgjaldasvigrúm) til málefnasviða í gildandi fjármálaáætlun
  3. Með auknum fjárveitingum til málaflokka og stofnana.

Í tilviki stofnana dómsmálaráðuneytisins er talið nauðsynlegt að bæta kostnaðinn að fullu samkvæmt kostnaðarmati fjármálaráðuneytis en það tekur mið af þeim forsendum sem lágu til grundvallar kjarasamninganna um betri vinnutíma í vaktavinnu. Kostnaðarmat fjármálaráðuneytisins er um 900 m.kr. á ári og sú fjárhæð er ekki véfengd af dómsmálaráðuneytinu eða embætti ríkislögreglustjóra. Með þessu er fengin mjög farsæl lausn á þessu máli sem vakið hefur spurningar um hvort lögreglan myndi veikjast við þessar breytingar.

Fjárveitingar vegna ársins 2022 verða útfærðar í frumvarpi til fjárlaga síðar á þessu ári og munu að einhverju leyti taka mið af því hvernig kostnaðaraukningin kemur fram hjá hverri stofnun fyrir sig.

Hvað yfirstandandi ár varðar munu koma viðbætur inn í rekstur embættanna sem taka mið af raunkostnaði við að fylla upp í vaktir með viðbótarmönnun, auk þess sem tillit verður tekið til fjárhagsstöðu á hverju embætti.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira