Hoppa yfir valmynd
7. júní 2021 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Opið samráð um evrópska reglugerð um gögn og gagnagrunna

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hafið opið samráð um áhrif reglugerðar um gögn (e. data act), en stefnt er að því að birta tillögu tillaga um hana á fjórða ársfjórðungi 2021. Frestur til að koma að athugasemdum og sjónarmiðum um áætlunina er til og með 25. júní nk.

Gagnareglugerðin, sem svo er kölluð, mun í fyrsta lagi snúast um endurskoðun á tilskipun 96/9 en hún er um vernd gagnagrunna. Gerðin mun jafnframt snúast um að auka aðgang að og auka notkun á gögnum í þeim tilgangi að gefa bæði opinbera geiranum og einkageiranum færi á að hafa hag af notkun gagnagnóttar (e. big data), sem og gervigreindartækni. 

Í tillögunni verður komið inn á þessa þætti helsta:

  • Notkun hins opinbera á gögnum sem eru í varðveislu einkaaðila 
  • Aðgang að gögnum og notkun þeirra í viðskiptum
  • Samræmi gagna
  • Að þróa frekar samkeppni á markaði fyrir skýjaþjónustu
  • Vernd ópersónulegra gagna í alþjóðlegum samskiptum

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum