Hoppa yfir valmynd
11. júní 2021 Forsætisráðuneytið

Nýr samráðsvettvangur um jafnréttismál

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðaði til fyrsta fundar nýs samráðsvettvangs um jafnrétti kynjanna í Hannesarholti í dag.

Fulltrúum frá aðilum vinnumarkaðarins, fræðasamfélaginu og samtökum sem vinna að kynjajafnrétti samkvæmt lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna var boðið til fundarins.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra:

„Ný jafnréttislög taka mið af þeim veruleika að hlutlaus skráning kyns í þjóðskrá er nú heimiluð. Þá er í jafnréttislögum kveðið á um fjölþætta mismunun sem á að stuðla að vernd kvenna af erlendum uppruna og fatlaðra kvenna. Þá hafa ýmis framfaraskref átt sér stað að undanförnu í jafnréttismálum, til að mynda samþykkt laga um kynrænt sjálfræði, réttarbætur fyrir trans, intersex og hinsegin fólks, vinna að framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2020 – 2023, ný löggjöf um þungunarrof sem tryggir sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama og ný forvarnaráætlun gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.“

Markmiðið með nýjum samráðsvettvangi um jafnréttismál er að tryggt verði samtal og samráð stjórnvalda, frjálsra félagasamtaka og fræðasamfélagsins.

Dagskrá fundarins var í anda nýrrar jafnréttislöggjafar með sérstöku erindi Þorgerðar J. Einarsdóttur prófessors um Jafnréttispólitík á tímum margbreytileikans.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira