Hoppa yfir valmynd
16. júní 2021 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Lagabreytingar sem skerpa og styrkja heimildir til vinnslu persónuupplýsinga

Alþingi samþykkti á dögunum lagabreytingar sem miða að því sem mæta auknum kröfum sem gerðar eru til vinnslu persónuupplýsinga. Lagabreytingarnar snerta meðal annars leik-, grunn-, framhalds- og háskóla, Menntamálastofnun, starfsemi íþróttafélaga, fjölmiðlanefnd, Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra og Rannsóknasmiðstöð Íslands (Rannís).

Með lagabreytingunum er rennt styrkari stoðum fyrir vinnslu persónuupplýsinga hjá þeim stofnunum sem heyra undir mennta- og menningarmálaráðuneyti og starfa samkvæmt þeim lagabálkum sem heyra undir málefnasvið ráðuneytisins, til samræmis við ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Markmið breytinganna er meðal annars að styrkja og skýra nánar heimildir stofnana og aðila sem veita börnum lögbundna þjónustu til vinnslu nauðsynlegra persónuupplýsinga, en samhliða að réttindi einstaklinga séu tryggð.

Lagabreytingarnar fela ekki í sér breytingar á þjónustu við einstaklingana sem eiga í hlut eða umfang stofnana. Eingöngu er verið að styrkja þann lagagrundvöll sem fyrir er svo að viðkomandi stofnanir geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu þegar kemur að vinnslu persónuupplýsinga, sérstaklega vinnslu viðkvæmra persónuupplýsinga. Auk þess er verið að tryggja betur réttindi einstaklinga vegna vinnslu persónuupplýsinga þannig að hún samrýmist gildandi persónuverndarlöggjöf.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum