Hoppa yfir valmynd
18. júní 2021 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Arfleifð og boðskap Vigdísar Finnbogadóttur miðlað til komandi kynslóða

  - myndMynd: Gunnar Elísson
Sýningu helgaðri forsetatíð og fjölbreyttum störfum Vigdísar Finnbogadóttur verður tryggt rekstrarframlag úr ríkissjóði á næsta ári, ráðgert er að um 40 milljónir kr. renni þá til starfseminnar. Ríkisstjórn Íslands styrkir undirbúning sýningarinnar sem hýst verður í Loftskeytastöðinni, við hlið Veraldar – húss Vigdísar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, settur mennta- og menningarmálaráðherra, og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, undirrituðu viljayfirlýsingu þessa efnis í gær. Háskóli Íslands mun annast og reka sýningu og fræðastarf í Loftskeytastöðinni sem samþætt verður starfsemi Vigdísarstofu í Veröld.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum