Hoppa yfir valmynd
22. júní 2021 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra heimsótti Vestmannaeyjar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og Arndís Soffía Sigurðardóttir, sýslumaður í Vestmannaeyjum - mynd

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti Vestmannaeyjar í dag. Hún heimsótti m.a. þekkingarsetur Vestmannaeyja, þar sem hún kynnti sér margháttaða starfsemi ýmissa stofnana og fyrirtækja, og Sjóvarmadælustöðina þar sem sjór er hitaður með rafmagni. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tók á móti Katrínu og fylgdi henni í heimsókninni.

Þá undirritaði hún samstarfssamning forsætisráðuneytisins og sýslumannsins í Vestamannaeyjum en Arndís Soffía Sigurðardóttir, sýslumaður í Vestmannaeyjum, tók á móti henni í Landlyst. Samningurinn er um kynjaða tölfræði úr gagnagrunnum sýslumanna en með honum verður hægt að greina hvort kynjahalli sé til staðar í málum sem rekin eru innan stjórnsýslunnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira