Hoppa yfir valmynd
23. júní 2021 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið, Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Skýrsla um fýsileika þess að framleiða rafeldsneyti á Íslandi

Líkt og aðrar þjóðir Evrópu hefur Ísland skuldbundið sig til að takast á við loftslagsvandann og sett sér mælanleg markmið til að uppfylla skuldbindingar Parísarsamkomulagsins fyrir 2030 og kolefnishlutleysi Íslands fyrir 2040.

Notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum veldur um helming af CO2 losun sem er á beinni ábyrgð Íslands. Því er mikilvægt að meta þá kosti sem við höfum og þær fjárfestingar sem þarf til að skipta út jarðefnaeldsneyti  fyrir aðra orkugjafa í samgöngum á landi, á sjó og í lofti.

Hluti af þeirri lausn er að nota beint endurnýjanlegt rafmagn til að knýja samgöngutæki, en í sumum tilvikum er það ekki raunhæfur möguleiki.

Icefuel (Icelandic Electrical Fuel) hefur fyrir hönd Þróunarfélags Grundartanga, greint valkosti varðandi mögulegt framtíðareldsneyti og gefið út skýrslu með helstu niðurstöðum. 

Skýrslan snertir á fýsileika þess að framleiða rafeldsneyta á Íslandi auk þess að skýra af hverju rafeldsneyti er hluti af því að ná loftslagsmarkmiðum.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

7. Sjálfbær orka
9. Nýsköpun og uppbygging
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum