Hoppa yfir valmynd
28. júní 2021 Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

Birgir Rafn Þráinsson skipaður skrifstofustjóri stafrænna samskipta

Birgir Rafn Þráinsson, skrifstofustjóri stafrænna samskipta - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur skipað Birgi Rafn Þráinsson í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stafrænna samskipta. Ráðherra skipaði Birgi Rafn að undangengnu mati ráðgefandi nefndar sem mat hæfni umsækjenda.

Hlutverk skrifstofu stafrænna samskipta er að leiða og styðja við stafræna þróun í samfélaginu m.a. með mótun og eftirfylgni stefnu á sviði fjarskipta- og upplýsingatækni þar með töldum netöryggismálum.

Birgir Rafn hefur yfir 20 ára stjórnunarreynslu á sviði upplýsingatækni og fjarskipta og verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi á sviði stjórnunar, upplýsingatækni, fjarskipta og netöryggi. Birgir hefur m.a. starfað sem sérfræðingur og ráðgjafi í upplýsingatæknimálum með áherslu á net- og upplýsingaöryggi hjá PricewaterhouseCoopers, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs fjarskiptafyrirtækisins Hibernia Networks, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur og framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs OZ Communications.

Birgir Rafn er með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í tölvunarfræði frá Pennsylvania State háskólanum.

Alls bárust 105 umsóknir um embættið sem var auglýst í mars sl. Þriggja manna hæfnisnefnd, skipuð af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mat umsækjendur í samræmi við reglur Stjórnarráðsins nr. 393/2012 um ráðgefandi nefndir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Vefurinn notar vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefinn. Lesa meira