Hoppa yfir valmynd
29. júní 2021 Forsætisráðuneytið

Alþingi kemur saman í næstu viku

Alþingi samþykkti nýverið frumvarp til laga um breytinga á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra. Við þinglega meðferð málsins urðu þau mistök að ákvæði um listabókstaf stjórnmálasamtaka í lögum um kosningar til Alþingis féll brott, þ.á. m. nýsamþykkt breyting sem heimilar rafræna söfnun meðmæla með heiti og listabókstaf samtaka. Að óbreyttu felur framangreint í sér að ekkert heildarákvæði um listabókstaf stjórnmálasamtaka verður í gildi fyrir komandi alþingiskosningar 25. september nk.

Nauðsynlegt er að bregðast við þessum annmarka á löggjöf fyrir komandi alþingiskosningar og því hyggst forsætisráðherra leita atbeina forseta Íslands til að kalla þing saman 6. júlí nk. þar sem lagt verður fram frumvarp sem leiðréttir þetta.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum